Alls 19 íbúðir af 28 afhentar í Naustabryggju

Áætlað að afhenda þær sem eftir eru frameftir ári 2023

Búseti hefur nú afhent 19 íbúðir í Naustabryggju 9 og 11 sem félagið keypti í sumar og hafa verið í endurbótum. Fjöldi íbúða í húsinu er samtals 28 og því eigum við enn eftir að afhenda níu íbúðir.

Fleiri búseturéttir verða auglýstir í upphafi næsta árs og áætlar starfsfólk að afhending þeirra íbúða sem eftir eru verði fram eftir næsta ári.

Nýju íbúarnir fengu kerti að gjöf frá Búseta