Umsóknar- og kaupferli búseturétta í Naustabryggju

Sala á fyrstu 17 búseturéttunum við Naustabryggju 9 og 11 hefst 6. september kl. 10:00.

Umsóknarfrestur rennur út kl. 12:00 föstudaginn 16. september. Úthlutun fer svo fram með rafrænum hætti 19. september kl. 10:00.

Í húsunum eru samtals 28 íbúðir og hinir búseturéttirnir 11 verða auglýstir og afhentir fram eftir ári 2023.

Til að geta sótt um íbúð verður umsækjandi að vera félagsmaður. Árgjald félagsaðildar er kr. 5.500,- Smellt er á eftirfarandi tengil til að gerast félagi

Umsækjendur raðast niður á umsóknarlista eftir tilboðsverði búseturéttar. Uppsett verð er hámarksverð. Ef allir bjóða sama verð ræður félagsnúmer niðurröðun.

SKREF 1 - Innskráning á „Minn Búseti“

  • Til að sækja um íbúð, eina eða fleiri, þarf að skrá sig inn á „Minn Búseti“ með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og lykilorði.
  • Umsækjandi þarf að vera skuldlaus félagsmaður til að geta sótt um búseturétt.
  • Mikilvægt er að gilt netfang sé skráð við félagsaðildina.
  • Ef umsækjandi er ekki félagsmaður getur hann skráð sig með því að smella á eftirfarandi tengil og gerast félagi. Skráning tekur stutta stund.

SKREF 2 – Umsókn fyllt út

  • Þegar komið er inn á „Minn Búseti“ er hægt að sækja um þær íbúðir sem eru lausar. Hægt er að sækja um fleiri en eina íbúð.
  • Þær íbúðir sem umsækjandi velur safnast saman í „Mínar umsóknir“. Mikilvægt er að raða völdum íbúðum í forgangsröð. Við úrvinnslu umsókna er notast við þessa röðun og ef umsækjandi fær íbúð er eytt út úr umsóknarferlinu þeim íbúðum sem eru neðar í röðinni hjá viðkomandi.
  • ATH umsóknarfrestur rennur út kl. 12:00 föstudaginn 16. september 2022.

SKREF 3 – Úthlutun

  • Úthlutunarlisti (listi yfir röð umsækjenda) verður birtur á www.buseti.is kl. 10:00 mánudaginn 19. september.
  • Tölvupóstur er sendur á efsta umsækjanda á listanum með tilkynningu um úthlutun. Sá umsækjandi verður að staðfesta úthlutunina fyrir kl. 14:00 á úthlutunardaginn með því að svara tölvupóstinum. Að þeim tíma loknum er haft samband við næsta umsækjanda á listanum.
  • Ef umsækjandi hyggst nýta sér lán sem kaupendum stendur til boða, þarf hann að tilkynna það til Búseta. Lánið er háð lánareglum Landsbankans og er veitt að undangengnu greiðslumati bankans. Í eftirfarandi tengli má lesa um lánakjör vegna kaupa á búseturétti

SKREF 4 – Bráðabirgðasamningur og greiðsla búseturéttar

SKREF 5 – Afhending íbúðar

  • Fulltrúi frá Búseta framkvæmir úttekt á íbúðinni, ásamt kaupanda og afhendir honum svo lykla.
  • Búsetugjaldið er greitt fyrirfram og þarf að vera greitt fimm dögum fyrir afhendingu lykla. Krafa verður send í heimabanka.
  • Athugið að réttur til vaxtabóta fylgir búsetaíbúðum með almennum lánum. Tekjur og eignir búseturéttarhafa hafa áhrif á upphæð bótanna, sem og vaxtagjöldin sem greidd eru inni í búsetugjaldinu. Ekki er hægt að fá húsaleigubætur vegna íbúða við Naustabryggju. Hér má nálgast upplýsingar um vaxtabætur
  • Skrifstofan sér um að láta þinglýsa búsetusamningunum.
  • Athugið að búsetugjöldin taka mið af áætlun sem mun leiðréttast þegar raungjöld falla til, s.s. endanlegt fasteigna- og brunabótamat á eignirnar og hússjóður þegar húsfélag er stofanað.