Naustabryggja_crop

Um húsin

Naustabryggja er vel staðsett innan Bryggjuhverfis Reykjavíkur

Íbúðirnar í Naustabryggju eru staðsettar á spennandi uppbyggingarsvæði

Búseti festi nýverið kaup á tveimur fjölbýlishúsum við Naustabryggju 9 og 11. Húsin eru hluti af áhugaverðu Bryggjuhverfi Reykjavíkur þar sem skemmtileg verkefni eru í bígerð.

Íbúðirnar verða afhentar endurnýjaðar að innan með vönduðum innviðum. Fyrstu búseturéttirnir verða auglýstir í september 2022. Áætlað er að afhenda fyrstu 17 íbúðirnar í október og nóvember nk. og hinar 11 fram eftir ári 2023.

Naustabryggja 9 og 11 eru hvort um sig 14 íbúða lyftuhús á fjórum hæðum. Hönnuður húsanna er Björn H. Jóhannesson arkitekt F.A.I. og eru þau vel staðsett innan Bryggjuhverfisins. Fyrir á Búseti 26 íbúða hús við Beimabryggju 42 og voru íbúðirnar afhentar í september 2021.

Íbúðirnar

Í húsinu eru 28 íbúðir, allar 2ja og 3ja herbergja – allt frá 66,3 m² til 80,9 m². Þær stærstu er að 4. hæð. Íbúðirnar eru vel skipulagðar og skemmtilega hannaðar. Geymsla fylgir öllum íbúðum, ýmist innan þeirra eða á einhverri hæðinni. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð hvors húss og aðstaða fyrir þvottavélar á 2. hæð. Að auki eru tengi fyrir þvottavélar og þurrkara inn á baðherbergjum. Góður sérafnotareitur fylgir íbúðum á jarðhæð og svalir öðrum íbúðum með útsýni yfir gróna hæð til suðurs.

Í íbúðunum verða ljósar eldhúsinnréttingar og dökkar borðplötur frá Sérverki. Fataskápar og baðinnréttingar verða samskonar. Ofnar og helluborð verða af tegundinni AEG og koma frá Ormsson. Baðherbergisfrágangur verður með hefðbundnum hætti – með sturtu, speglaskáp, handklæðaofni og upphengdu klósetti. Íbúðunum eru tryggð góð loftgæði með vélrænu útsogi í öllum votrýmum og eldhúsi. Á gólfum verður vandað og endingargott Quick-step harðparket frá Harðviðarvali sem hefur hlotið umhverfisvottun.