Búseti hefur fest kaup á tveimur fjölbýlishúsum við Naustabryggju 9 og 11, sem hvort um sig er 14 íbúða hús. Íbúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja, vel skipulagðar og bjartar. Skrifað var undir kaupsamning 23. júní sl. en húsin voru áður í eigu Byggingafélags námsmanna.
Íbúðirnar verða endurnýjaðar að innan og hefjast endurbætur innan skamms. Fyrstu búseturéttirnir verða auglýstir í auglýsingu ágústmánaðar. Áætlað er að afhenda fyrstu níu íbúðirnar í október nk. og hinar 19 fram eftir ári 2023.
Húsin við Naustabryggju 9 og 11 voru hönnuð af Birni H. Jóhannessyni arkitekt F.A.I. og byggð árið 2002. Með kaupunum fjölgar íbúðum Búseta í Bryggjuhverfi Reykjavíkur. Fyrir á Búseti 26 íbúða hús við Beimabryggju 42 og voru íbúðirnar afhentar í september 2021.