Sala á fyrstu 17 búseturéttunum við Naustabryggju 9 og 11 hefst 6. september kl. 10:00.
Umsóknarfrestur rennur út kl. 12:00 föstudaginn 16. september. Úthlutun fer svo fram með rafrænum hætti 19. september kl. 10:00.
Í húsunum eru samtals 28 íbúðir og hinir búseturéttirnir 11 verða auglýstir og afhentir fram eftir ári 2023.
Til að geta sótt um íbúð verður umsækjandi að vera félagsmaður. Árgjald félagsaðildar er kr. 5.500,- Smellt er á eftirfarandi tengil til að gerast félagi
Umsækjendur raðast niður á umsóknarlista eftir tilboðsverði búseturéttar. Uppsett verð er hámarksverð. Ef allir bjóða sama verð ræður félagsnúmer niðurröðun.